Innlent

Ögmundur vill ekki stjórnlagaráð

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fellst ekki á hugmyndir þingmannanefndar um að þeir 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í lok nóvember verði skipaðir í svo kallað stjórnlagaráð eins og nefndin leggur til.

Hann sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að með því væri gengið of langt gegn dómi Hæstaréttar, sem úrskurðaði kosningarnar ólöglegar. Málið kemur því væntanlega til kasta Alþingis sem fer þá yfir tillögur þingmannanefndarinnar.

Ákveði Alþingi að kosið verði aftur til stjórnlagaþings, er ekki ljóst hvort þær kosningar muni fara fram á sama tíma og þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×