Innlent

Íslandshreyfingin mótmælir harðlega tilraunaborunum

Ályktunina sendi Ómar Ragnarsson F. h. stjórnar Íslandshreyfingarinnar  -  lifandi lands.
Ályktunina sendi Ómar Ragnarsson F. h. stjórnar Íslandshreyfingarinnar  -  lifandi lands.

Stjórn Íslandshreyfingarinnar mótmælir harðlega áformum um að fara með bora og stórvirk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum milljóna króna í tilraunaboranir þar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum í ályktun sem þeim sendu á fjölmiðla í nafni Íslandshreyfingarinnar.

Þar segir ennfremur að stjórnin skori á Landsvirkjun að nota ekki leyfi Orkustofnunar til þessa, og vísar stjórnin til þess að fyrir liggur að friða þetta

svæði að aflokinni vandaðri umfjöllun eins og segir í tilkynningunni.

Með því að eyða miklum fjármunum í tilraunaboranir nú yrði síðar hægt að nota kostnaðinn sem röksemd fyrir því að fara út í virkjanaframkvæmdir með enn meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum að mati stjórnar Íslandshreyfingarinnar.

Svo segir orðrétt:

„Stjórn Íslandshreyfingarinnar skorar á stjórnvöld að standa við loforð, sem gefin voru vorið 2007 af þáverandi iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að ekki yrði hróflað við svæðinu Leirhnjúkur-Gjástykki nema að undangegnum sérstaklega yfirgripsmiklilli og vandaðri umfjöllun og að endanleg ákvörðun yrði einungis tekin með beinu samþykki Alþingis."


Tengdar fréttir

Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki

Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda.

Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×