Innlent

Sinubruninn í Vatnsmýri í rannsókn

Eins og sjá má brann sinan á stóru svæði.Fréttablaðið / gva
Eins og sjá má brann sinan á stóru svæði.Fréttablaðið / gva

Lögregla hóf í gær rannsókn á upptökum mikils sinuelds sem braust út í Vatnsmýri í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir næsta víst að annaðhvort hafi eldurinn verið kveiktur vísvitandi eða að kviknað hafi í út frá flugeldum.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til þegar eldsins varð vart á svæði á milli höfuðstöðva Íslenskrar erfðagreiningar og stúdentagarðanna á Eggertsgötu rétt fyrir klukkan ellefu. Eldurinn teygði sig um tíma 200 metra eftir jörðinni og lagði þykkan og mikinn reyk yfir næsta nágrenni.

Ekki hefur verið tilkynnt um tjón á eignum og ekki er vitað til þess að nokkrum hafi orðið meint af reyknum.

Íbúar í nágrenninu hafa látið vita af því að áður en eldurinn blossaði upp hafi heyrst í flugeldum springa.

Um 30 slökkviliðs- og lögreglumenn tóku þátt í að slökkva eldinn og girða svæðið af. Notast var við fjóra dælubíla og einn tankbíl. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×