Innlent

Hugsanlega stærsti skjálfti síðan 1934

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Snarpur jarðskjálfti varð í Grímsfjalli í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Snarpur jarðskjálfti varð í Grímsfjalli í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Líklegast er jarðskjálfti sem varð í Grímsfjalli, við Grímsvötn í Vatnajökli í morgun, sé sá stærsti sem verið hefur á þessum slóðum síðan árið 1934. Sérfræðingar Veðurstofunnar er nú að kanna gögn yfir jarðskjálfta á síðustu öld til að sannreyna þetta.

Vitað er að skjálfti sem varð þarna nærri árið 1934 var 4,5 á Richter. Sá skjálfti leiddi af sér eldgos. Þá hafa orðið stærri skjálftar við Bárðarbungu, en hún er á norð-vesturhluta jökulsins. Grímsvötn eru hins vegar í vestanverðum jöklinum. Tveir skjálftar mældust í Grímsfjalli í morgun. Annar þeirra var 4,2 á Richter en hinn 3,5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×