Innlent

Varað við stormi og sandfoki

Sandstormur er undir Eyjafjöllum.
Sandstormur er undir Eyjafjöllum. MYND/Vigfús Björnsson

Veðurstofan varar við stormi víða á landinu, eða 18 til 23 metrum á sekúndu í dag, og að víða verði snjókoma eða él. Hvassast verður við Surðuströndina og þar er nú sandstormur á Mýrdalssandi og öskufok undir Eyjafjöllum.Skólahald fellur niður í Vík í Mýrdal vegna veðursins.

Þar er ekkert ferðaveður landveginn, að sögn Vegagerðarinnar, og Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafanr vegna óveðurs.

Á Vestfjörðum er mikil ófærð og víða er ekki hægt að ryðja vegna óveðurs. Það er hinsvega byrjað að ryðja á Norðurlandi Vestra, en Siglufjarðarvegur er þó ófær.

Á Noðrurlandi eystra er hinsvegar víða ófærð eftir enn frekari snjókomu í nótt og varar Veðurstofan fólk við að vera á ferð á snjóflóðasvæðum. Á Austfjörðum er líka ófærð sumstaðar, en byrjað að ryðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×