Innlent

Íslensk stjórnvöld mígleka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensk stjórnvöld mígleka, sagði Nichole Bollen hjá hollenska fjármálaráðuneytinu.
Íslensk stjórnvöld mígleka, sagði Nichole Bollen hjá hollenska fjármálaráðuneytinu.
Á Íslandi er upplýsingaleki í fjölmiðla dagleg iðja, sagði Nicole Bollen, sem sér um skuldamál fyrir hollenska fjármálaráðuneytið, í samtali við bandaríska sendiráðið í Hollandi. Þetta kemur fram í WikiLeaksskjölum. Skjöl frá Wikileaks úr bandarískum sendiráðum víðsvegar um heim, sem birt voru í helstu fjölmiðlum heims í lok síðasta árs, hafa nú verið birt á WikiLeakssíðunni.

Í einu skjalinu frá 19. febrúar í fyrra, er greint frá samtali Bollen við bandaríska sendiráðið í Hollandi. Þar lýsir hún samskiptum sínum við íslensk stjórnvöld, en íslenska Icesave nefndin var þá nýkomin heim af samningafundi við hollensk og bresk stjórnvöld. Á fundinum var Íslendingum boðið vaxtalækkun á Icesave.

„Í hvert skipti sem við eigum trúnaðarsamtöl við íslensk yfirvöld lesum við um þau í fjölmiðlum," sagði Bollen samkvæmt frásögn bandaríska sendiráðsins í Hollandi.

Fram kom í máli Bollens að hún hefði ítrekað rætt málefni Íslands við fulltrúa Bandaríkjanna á vettvangi Parísarklúbbsins. Parísarklúbburinn er vettvangur þar sem fulltrúar ólíkra þjóða hittast og ræða skuldamál ríkja þegar að þau eru komin í óefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×