Innlent

Áskriftir rifnar út

Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson Mynd/Valli
Mikið álag er í áskriftarsölu Stöðvar Sport vegna HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð í kvöld. Fyrsti leikur Íslands er á móti Ungverjalandi og hefst sá leikur klukkan 16 á morgun og verður hann í opinni dagskrá. Næsti leikur Íslands á móti Brasilíu er strax daginn eftir eða á laugardag kl. 20 en hann er í læstri dagskrá.

Inga Birna Ragnarsdóttir, forstöðumaður áskrifta- og þjónustudeildar, segir að starfsfólki hafi verið fjölgað verulega undanfarna daga í þjónustuveri Stöðvar 2 til að mæta auknu álagi og mikilli eftirspurn. „Engu að síður er nokkur bið hjá okkur og við biðjum fólk að sýna þolinmæði. Það er eiginlega þannig að áskriftirnar eru rifnar út. Ég vil benda á að þeir sem eru með myndlykla og hafa verið með áskrift hjá okkur einhvern tímann á síðustu árum geta keypt áskrift á vefnum, stod2.is," segir Inga Birna.

Hún segir einnig geta verið skynsamlegt að koma í afgreiðsluna í Skaftahlíðinni eða á bás Stöðvar 2 í Kringlunni. „Loks er hægt að kaupa áskriftir í verslunum Símans og Vodafone. Þær verslanir eru opnar til 21 í kvöld í Smáralind og Kringlunni," segir Inga Birna og bætir við: „Okkar markmið er að afgreiða alla í tíma sem að ætla að kaupa áskrift."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×