Innlent

Harma afnám þjónustutryggingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hressir krakkar á leikskóla. Mynd/ Rósa.
Hressir krakkar á leikskóla. Mynd/ Rósa.
Sjálfstæðisflokkurinn harmar þá ákvörðun meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar að leggja niður mikilvægt úrræði fyrir foreldra með ung börn með því að afnema þjónustutryggingu. Í tugi ára hefur skort verulega á lausnir fyrir þá foreldra sem hafa lokið fæðingarorlofi sínu og hafa ekki fengið úrræði hjá dagforeldrum eða í leikskóla. Þjónustutryggingin sem sett var á fyrir um 3 árum vann á því vandamáli, jók val foreldra og tryggði lausnir fyrir allra yngstu börnin í Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkurinn segir að stórt vandamál blasi nú við í Reykjavík þar sem að fjölgun leikskólabarna sé gríðarleg á milli ára eða um 448 börn. Til þess að gert sé grein fyrir stærð þessa vandamáls þá jafngildi þessi þörf því að byggja þurfi ríflega 4 meðalstóra leikskóla á yfirstandandi ári til að tryggja að börn sem verða tveggja ára 2011 fái leikskólapláss.

Sjálfstæðismenn segja að foreldrar þessara barna séu nú án þjónustu og langir biðlistar séu núþegar hjá dagforeldrum og í leikskólum. Að auki er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir plássum hjá dagforeldrum aukist um 400 börn til viðbótar frá síðasta ári en til þess að svara þeirri eftirspurn þarf að fá til starfa 80 nýja dagforeldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×