Innlent

Afskipt hrogn voru flutt í búr

Hrognin flutt Starfsmaður safnsins kemur hrognunum fyrir í búrum þar sem til stendur að þau verði næstu vikurnar.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Hrognin flutt Starfsmaður safnsins kemur hrognunum fyrir í búrum þar sem til stendur að þau verði næstu vikurnar.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson

Steinbítshrognin sem gotið var í Sæheimum í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld voru í gær flutt í þar til gerð búr á safninu. Vonast er til þess að þau klekist þar út að nokkrum vikum liðnum og hægt verði að ala seyðin á safninu.

Hængurinn sem frjóvgaði hrognin undir vökulum augum starfsmanna safnsins í upphafi vikunnar brást ekki við eins og til var ætlast eftir gotið. Í stað þess að hringa sig um hrognaklasann og gæta hans át hann þriðjung hrognanna og gerði hrygnuna með því fráhverfa þeim. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×