Innlent

Hvalveiðiráðið telur að ESB-aðild Íslands bindi enda á hvalveiðar í atvinnuskyni

Hvalveiðar. Einar K. Guðfinnsson ákvað í janúar 2009, nokkrum dögum áður en hann lét af starfi sjávarútvegsráðherra, að leyfa veiðar á 150 langreyðum og 200 hrefnum. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins var ákvörðunin sett í samband við umsókn Íslands um aðild að ESB.
Hvalveiðar. Einar K. Guðfinnsson ákvað í janúar 2009, nokkrum dögum áður en hann lét af starfi sjávarútvegsráðherra, að leyfa veiðar á 150 langreyðum og 200 hrefnum. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins var ákvörðunin sett í samband við umsókn Íslands um aðild að ESB.

Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins var talið að barátta íslenskra hvalveiðimanna gegn aðild að Evrópusambandinu væri líkleg skýring á auknum hvalveiðum hér við land árið 2009.

Bandaríkin voru í hópi tuttugu og þriggja ríkja sem tóku sig saman undir forystu Breta um að hvetja Íslendinga til að endurskoða hvalveiðistefnu sína í aðdraganda haustfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Síle árið 2009.

„Það er almennt talið innan Alþjóðahvalveiðiráðsins að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði bundin því skilyrði að hvalveiðum í atvinnuskyni verði hætt,“ segir í minnisblaði sem utanríkisráðuneytið í Washington sendi sendiráði sínu í Reykjavík um þetta mál í september 2009.

Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins velta margir því fyrir sér hvort auknar veiðar séu til marks um síðustu tilraun Íslendinga til að veiða hval áður en til aðildar að ESB kemur. „Aðrir telja að hvalveiðiiðnaðurinn sé með þessu að sýna fram á getu sína til þess að vinna gegn ESB-aðild,“ segir í minnisblaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×