Innlent

Tíu greinst með svínaflensu undanfarnar vikur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hafa tíu einstaklingar greinst með inflúensu staðfesta með sýnatöku á Íslandi á síðustu þremur vikum. Þar af eru átta með inflúensu A(H1N1) 2009, sem er oftast kölluð svínainflúensa, einn með árlega inflúensu A og einn með inflúensu B. Fjöldi einstaklinga með inflúensulík einkenni fer vaxandi en í síðustu viku leituðu samtals 47 manns til heilsugæslunnar og á bráðamóttökur með inflúensulík einkenni.

Landlæknir segir að ekki hafi orðið vart við alvarleg veikindi af völdum inflúensunnar hérlendis en vöktun á sjúkrahúsum hafi verið aukin. Gera má ráð fyrir að inflúensutilfellum fari fjölgandi á næstunni.

Síðastliðnar vikur hafa borist fregnir um alvarleg tilfelli inflúensu í Bretlandi en 50 manns hafa látist vegna inflúensu frá því í október í fyrra, þar af greindust 45 manns með svínainflúensu og fimm voru með inflúensu B.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×