Innlent

Þrír fá áskrift að handboltanum

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri og Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri drógu úr réttum innsendum lausnum á myndagátu Fréttablaðsins.
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri og Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri drógu úr réttum innsendum lausnum á myndagátu Fréttablaðsins.
Dregið var úr innsendum lausnum á myndagátu Fréttablaðsins í gær. Gátan birtist í blaðinu á gamlársdag.

Dregnir voru út þrír vinningshafar: Ólafur V. Björnsson í Kópavogi, Rannveig Bjarnadóttir á Akranesi og Skírnir Garðarsson í Reykjavík. Öll hljóta þau hljóta í vinning áskrift að heimsmeistaramótinu í handbolta. Handboltamótið verður sýnt á Stöð tvö sport og hefst á morgun.

Myndagátan reyndist mörgum snúin að þessu sinni því af um 430 lausnum sem bárust reyndust um 180 réttar.

Rétt lausn áramótamyndagátu Fréttablaðsins er: Heimskreppa, náttúruhamfarir og umhverfisslys settu svip á árið. Eldar brunnu á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Aska þakti blómleg héruð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×