Innlent

Götusóparar í hár saman

Breskir götusóparar, með bresk tæki og tól, munu brátt láta til sín taka á götum Reykjavíkur. Tveir verktakar hafa kært Reykjavíkurborg og segja ákvörðunina nær óskiljanlega.

Hreinsun gatna og gönguleiða í Reykjavík fyrir þetta ár var boðin út í fyrra.

Þrjú fyrirtæki voru fengin til verksins það er, Hreinsitækni, Íslenska gámafélagið og Park ehf.

Park var með lægsta tilboðið í verkið og er ætlað að sjá um að þrífa stóran hluta gatna og gangstéttar borgarinnar. Forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna eru hins vegar mjög ósátt við það val borgarinnar, segja fyrirtækið ekki uppfylla kröfur um tækjabúnað auk þess sem þeir segja að starfsmenn Park koma til frá Bretlandi. Það sé undarlegt einkum í ljósi þess að íslenskir verktakar hafa þurft að segja upp fjölda starfsmanna að undanförnu.

„Auðvitað er það svolítið súrt í þessu atvinnuástandi að leita erlendis, þar sem það munar afskaplega litlu á upphæðum. Kæran lítur að því að við teljum að fyrirtæki með enga reynslu, tæki og enga starfsmenn geti ekki gert verkin. Á sama tíma þurfum við að útbúa öll tækin fyrir 1. janúar á þessu ári," segir Jón Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins.

Gísli Steinar Gíslason, eigandi Park efh, vildi aðeins láta hafa eftir sér að boðið hafi verið í verkið á heiðarlegum samkeppnisgrundvelli, þeir hafi unnið verkið, borgin samþykkt okkur þá sem hæfa verktaka og þeir því uppfyllt öll skilyrði útboðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×