Innlent

Krefjast svara frá ráðuneytinu

Stjórn Félags sjálfstætt starfandi arkitekta og stjórn Arkitektafélags Íslands, rituðu innanríkisráðherra bréf 6. nóvember síðastliðinn vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að ráða danska arkitekta til að vinna frumhönnun á fangelsinu á Hólmsheiði.

Samkvæmt stjórn Félags sjálfstætt starfandi arkitekta svaraði ráðuneytið með bréfi dagsettu 17. nóvember sem vakti fleiri spurningar en það svaraði. Enn er beðið eftir nýju svari ráðherra við bréfi sem sent var 14. desember á síðasta ári.

Félag sjálfstætt starfandi arkitekta telur enga ástæðu til þess að kaupa vinnuna frá útlöndum, heldur eigi að semja við innlenda arkitekta.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×