Innlent

Stærsti pottur sögunnar hjá Íslenskum getraunum

Þeir sem tippa á Enska seðlinum fyrir morgundaginn geta átt von á afar stórum vinningi
Þeir sem tippa á Enska seðlinum fyrir morgundaginn geta átt von á afar stórum vinningi
Á morgun laugardag er stærsti potturinn í sögu Íslenskra getrauna frá því að þær voru endurvaktar á árinu 1969 eða 144 milljónir fyrir 13 rétta á Enska seðlinum.

Á síðasta ári voru gerðar breytingar á útborgunarhlutfallinu í Getraunum og fór það úr 46% í 65% og hækkaði fyrsti vinningur við það úr um 40 milljónum í rúmar 70 milljónir.

Um síðustu helgi voru það fáir með 10 rétta að útborgun í þeim vinningsflokki náði ekki lágmarksútborgun og leggst því sú upphæð, 42 milljónir króna, við fyrsta vinning á laugardaginn.

Enn fremur ákváðu Íslenskar getraunir og Svenska spel að bæta 34 milljónum við fyrsta vinning þannig að potturinn verður yfir 144 milljónir á laugardaginn svo það er til verulega mikils að vinna.

Þess má geta að Íslenskar getraunir og sænska getraunafyrirtækið Svenska spel vinna saman í sölu getraunaseðla. Einnig var gerð sú breyting á síðasta ári að ef tippari er stakur með eina röð með alla 13 leikina rétta á Enska seðlinum, fær hann tryggðar 10 milljónir sænskra króna í vinning eða um 160 milljónir íslenskra króna. Þetta gildir þó ekki á Evrópuseðlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×