Innlent

Fjölmiðlar sinni íslenskunni betur

Ingimar Karl Helgason skrifar

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að fjölmiðlar ættu heldur að beina sjónum sínum að móðurmálinu, íslenskunni, fremur en að reyna að kenna börnum erlend tungumál.

Hún segir þetta í tilefni af umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um óbeina enskukennslu í barnaefni, sem bæði hefur verið sýnt á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu.

Þetta eru til að mynda þættirnir um Landkönnuðinn Dóru og um Manna meistara. Í þessum þáttum, sem talsettir eru á íslensku, er skotið inn enskum orðum og setningum.

Ríkisútvarpið hefur hætt útsendingu þátta af þessu tagi, þar sem ekki er talið að þeir samrýmist íslensku málsamfélagi.

Hvorki Anna Þorbjörg, né Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara, telja að barnaefni af þessu tagi sé skaðlegt fyrir móðurmálsþroska barna; en börn frá tveggja ára aldri horfa á þættina; börn á máltökuskeiði.

Ingimar Karl Helgason hefur fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 undanfarna daga og hefur nú tekið saman ítarlega fréttaskýringu um málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×