Innlent

Eignarnám kemur til greina

Forsætisáðherra segir koma til greina að gripið verði til eignarnáms vegna sölunnar á HS Orku en skynsamlegra sé að ná samningum við forystumenn Magma áður, svo ekki komi til skaðabótakröfu.

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Stjórnarráðshúsið þegar Björk Guðmundsdóttir söngkona afhenti forsætisráðherra tæplega 50 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hvort afstaða forsætisráðherra hefði breyst í málefnum Magma vegna undirskriftanna.

Jóhanna sagði kosti og galla eignarnáms hafa verið rædda með forsvarsmönnum undirskriftanna í morgun.

„Ef það kemur til eignarnáms og menn velta því fyrir sér þá er skynsamlegra í alla staði, varðandi þá skaðabótakröfu sem gæti komið í kjölfarið, að menn reyni samningaleiðina áður við forystumenn Magma," sagði Jóhanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×