Innlent

Margt óunnið á Haítí

Enn býr ein milljón barna og fjölskyldufólks í tjaldbúðum á Haítí.
Enn býr ein milljón barna og fjölskyldufólks í tjaldbúðum á Haítí.

Ár er nú liðið frá hinum mannskæðu jarðskjálftum sem kostuðu um 250.000 íbúa Haítí lífið, en þó að margt gott hafi unnist er enn löng leið fyrir höndum.

Samtökin Barnaheill benda á í tilkynningu að enn búi ríflega ein milljón barna og fjölskyldufólks í tjaldbúðum og að mati samtakanna er eina leiðin til að tryggja börnum á Haítí og fjölskyldum þeirra bjartari framtíð sú að heimamenn og alþjóðasamfélagið haldi áfram aðgerðum.

Samtökin Barnaheill hafa hjálpað ríflega 870 þúsund íbúum á Haítí, þar af hálfri milljón barna, en þetta er upphaf fimm ára áætlunar samtakanna við endurreisn Haítí.

Til skamms tíma litið verður reynt að mæta áríðandi þörfum eins og að tryggja öryggi barna í tjaldbúðum og hefta útbreiðslu kóleru.

Langtímamarkmið Barnaheilla er hins vegar að byggja samfélag Haítí upp að nýju.

Samkvæmt Barnaheillum er eitt af lykilatriðunum í því tilliti að sjá til þess að alþjóðasamfélagið komi að uppbyggingunni með stuðningi og fjármagni. Það myndi gera þjóðinni kleift að byggja sína eigin framtíð.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×