Innlent

Borgarstjóri: Sendiherra Bandaríkjanna viðkunnanlegur

Jón Gnarr og Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Jón Gnarr og Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Jón Gnarr, borgarstjóri, átt fund í dag með Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Jón segir að um afar viðkunnanlegan mann sé að ræða. Fyrr í vikunni var sendiherrann kallaður á fund í utanríkisráðuneytið vegna kröfu bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að samskiptasíðan Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Jón greinir frá fundi þeirra í dagbókarfærslu á Facebook. Ekki kemur fram hvað fór þeim á milli.

Fram kemur að Jón hóf daginn á fundi með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra. „Síðan fundir um ýmis mál og yfirferð erinda. Bandaríski sendiherrann, Luis E. Arreaga, kom í heimsókn. Mjög viðkunnanlegur maður. Eftir það fundur með Borgarfulltrúum Besta. Endaði vinnudaginn á að setja Reykjavíkurleikana þar sem ég fékk gæsahúð og upplifði íþróttalist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×