Innlent

Norðmenn mættir á loðnu

Tíu norsk loðnuskip eru komin inn í íslenska lögsögu til loðnuveiða, samkvæmt samkomulagi Íslendinga og Norðmanna um gagnkvæmar veiðar úr stofninum.

Þau leita nú fyrir sér austur af landinu og er eitt skip um það bil búið að ná skammtinum, sem er 900 tonn á skip. Loðnan veiðist aðeins að næturlagi á þessum árstíma. Alls hafa 78 norks skip heimild til að veiða hér við land, en í fyrra sá ekki nema helmingurinn hag í því að nýta sér heimildirnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×