Innlent

Þingmenn VG funda um ágreining

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga.

Í yfirlýsingu sem þremenningarnir Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason lögðu fyrir þingflokk VG í síðustu viku segjast þau líta svo á að tillögur þeirra í fjárlagagerðinni hafi ekki fengið málaefnalega umræðu í þingflokknum. Þá fara þau fram á að Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, biðji Lilju opinberlega afsökunar á ummælum sínum um hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×