Innlent

Safna fyrir langveik börn

Skvassað fram á nótt. Maraþonið stendur í 24 tíma.  Fréttablaðið/Daníel
Skvassað fram á nótt. Maraþonið stendur í 24 tíma. Fréttablaðið/Daníel

Áhugamenn um íþróttina skvass hófu í gær 24 stunda skvassmaraþon sem standa á til klukkan 16 í dag. Með maraþoninu er ætlunin að safna fé fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.

Öllum er boðið að taka þátt í maraþoninu og geta bæði keppnismenn og áhugafólk skorað á landsliðsmenn.

Notaðir verða púlsmælar á alla sem taka þátt í maraþoninu, og munu styrktaraðilar greiða ákveðna upphæð fyrir hverja hitaeiningu sem þátttakendur brenna. Auk þess verður tekið við frjálsum framlögum.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×