Innlent

Jón Gnarr sagði dæmisögu úr Múmíndal

Boði Logason skrifar
Jón Gnarr afhenti íþróttamanni Reykjavíkur viðurkenningu í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Í upphafi ræðu sinnar talaði hann um hvað forverar sínar hefðu sagt á undanförnum árum. „Borgarstjóri hefur gjarnan rætt um blómlegt íþróttalíf í borginni," sagði Jón og sagði síðar: „Ég ætla ekki að tala um þetta í dag."

Hann sagði að forverar sínir hefðu áréttað mikilvægi íþróttanna og hvatt Reykvíkinga til að stunda íþróttir. „Þetta er allt mjög mikilvægt en ég ætla ekki að tala um þetta í dag. Vegna þess að ég held að við vitum þetta alveg öll. Það er búið að segja okkur þetta oft. Þetta liggur í augum úti, eins og skáldið sagði."

Því næst sagði Jón Gnarr dæmisögu úr Múmíndal, sem hann hefur gjarnan vísað til við hin ýmsu tilefni.

Hægt er að horfa á ræðu Jóns í Höfða í dag, sem og dæmisöguna úr Múmíndal, með því að smella á hlekkinn hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×