Innlent

Sækjum mest í Fésbók, fréttir, gúggl og grín

Facebook, Google og íslenskar fréttaveitur eru vinsælustu heimasíðurnar hér á landi. Grínsíður og Amazon.com ofar á listanum en síður bankanna.
Facebook, Google og íslenskar fréttaveitur eru vinsælustu heimasíðurnar hér á landi. Grínsíður og Amazon.com ofar á listanum en síður bankanna.

Facebook er vinsælasta síðan hér á landi samkvæmt mælingum internetfyrirtækisins Alexa Internet, sem mælir umferð á vefsíðum um allan heim. Leitarvélin Google og íslenskar fréttaveitur fylgja þar strax á eftir, sem og Já.is og Youtube.

Athygli vekur að grínsíðan Flickmylife.com, sem var stofnuð opinberlega fyrir um ári, er orðin 17. vinsælasta síðan á landinu í dag og fær fleiri heimsóknir en bankarnir og Barnaland.is. Vefverslunin Amazon.com fylgir fast á hæla hennar.

Vinsælustu íslensku síðurnar í dag, samkvæmt mælingum internetfyrirtækisins Modernus, eru mbl.is, vísir.is og já.is. Bleikt.is, sem er mánaðargamall vefur, er í 10. sæti á íslenska listanum, en í því 40. á þeim alþjóðlega.

Tvær erlendar klámsíður, bannaðar innan 18 ára, eru á listanum yfir 60 vinsælustu síður landsins. sunna@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×