Innlent

Meintur nauðgari ætlaði heim

Maðurinn var handtekinn skömmu eftir meinta nauðgun.
Maðurinn var handtekinn skömmu eftir meinta nauðgun.

Karlmaður á fimmtugsaldri sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa nauðgað konu í Reykjavík um síðustu helgi hugðist fara úr landi tveim sólarhringum síðar. Þetta kemur fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til í dag.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins á skemmtistað í Reykjavík. Eftir því sem næst verður komist var konan, einnig á fimmtugsaldri, mjög ölvuð á staðnum. Maðurinn var inni á salerni skemmtistaðarins á sama tíma og hún og beitti hana kynferðislegu ofbeldi. Þau þekktust ekki. Vinkonur hennar höfðu misst sjónar af henni á skemmtistaðnum og fundu hana síðan svo til rænulausa vegna ofneyslu áfengis á gólfi salernisins. Föt hennar voru í óreiðu. Þær mættu manninum sem var á leiðinni út og áttu orðaskipti við hann. Mun hann hafa gefið í skyn að hann hafi haft samræði við konuna inni á salerninu, að því er fram kemur.

Maðurinn hefur neitað sök. Hann er erlendur ríkisborgari og ætlaði til heimalands síns á þriðjudaginn síðastliðinn.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×