Innlent

Lög um fjármál stjórnmálaflokka mikilvægur áfangi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/Anton Brink
GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hefur birt nýja matsskýrslu um Íslands þar sem m.a. er fjallað um gagnsæi fjárframlaga til stjórnmálaflokka hér á landi og um frammistöðu íslenskra stjórnvalda við innleiðingu níu tilmæla um úrbætur sem samtökin hafa beint til íslenskra stjórnvalda á því sviði. Er það niðurstaða GRECO að íslensk stjórnvöld hafi nú innleitt 8 tilmæli af 9 með fullnægjandi hætti auk þess sem ein tilmælin teljast uppfyllt að hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Niðurstaða GRECO er staðfesting á þeim góða árangri sem náðist með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda þeirra og um upplýsingaskyldu þeirra," segir í tilkynningunni.

Skýrslan staðfestir einnig að Ísland hefur nú í meginatriðum uppfyllt kröfur ráðherranefndar Evrópuráðsins eins og þær eru settar fram í tilmælum um sameiginlegar reglur gegn spillingu í fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. „Hefur Ísland þar með jafnframt skipað sér í fremstu röð meðal þjóða heims á þessu sviði."

Hægt er að skoða skýrsluna um Ísland á ensku hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×