Innlent

Tileinkaði Sjonna Brink Edduverðlaunin - myndband

Árni Filippus, bróðir Nínu Daggar, tók við Edduverðlaununum fyrir hönd systur sinnar á laugardaginn en hún vann verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hann sagði í þakkarræðu sinni að Nína Dögg hafi viljað tileinka bróður þeirra, Sigurjóni Brink, verðlaunin en hann lést í síðasta mánuði úr heilablóðfalli aðeins 36 ára að aldri.

Nína Dögg fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Brim, sem fékk fjölmörg verðlaun á Eddunni sem haldin var á laugardaginn.

Sigurjón Brink samdi lagið, Aftur heim, fyrir forkeppni Eurovision í ár og sigraði lagið í lokakeppninni sem haldin var fyrir stuttu síðan. Lagið verður því framlag Íslands í keppninni sem fer fram í Þýskalandi í ár.

Hægt er að horfa á alla Edduverðlaunahátíðina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×