Innlent

Snöggreiddist og kastaði glasi framan í konu

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Tuttugu og þriggja ára gömul kona var dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að kasta glerglasi framan í aðra konu á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í febrúar í fyrra.

Konan viðurkenndi að hafa kastað glasinu en sagðist hafa ætlað að henda því í aðra konu, en ekki hitt. Hún sagðist hafa verið við barinn með vinkonum sínum og hafi þær verið að tala um konu sem stóð hinum megin við barinn. Skyndilega hafi sú kona kastað „einhverjum hlut í átt til þeirra."

Fyrir dómi lýsti konan því þannig að hún hafi snöggreiðst stúlkunni við barinn og hent snafsaglasi í hugsunarleysi í átt að henni. Glasið hafi óvart lent á rangri manneskju.

Framtennur brotnuðu í konunni sem glasið lenti á og þá komu sprungur í fleiri tennur.

Konan var dæmd til að greiða konunni, sem glasið lenti á, 400 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×