Innlent

Ólafur Þórðarson kominn á Grensásdeild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þórðarson liggur nú á endurhæfingadeild Landspítalans við Grensás
Ólafur Þórðarson liggur nú á endurhæfingadeild Landspítalans við Grensás
Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann í Ríó tríó, verður að öllum líkindum ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árásinni er lokið.

Málið verður sent til embættis Ríkissaksóknara á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Jóni HB Snorrasyni, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríkissaksóknari mun svo taka endanlega ákvörðun um ákæru. Enn er beðið niðurstöðu úr geðmati á árásarmanninum.

Það var sunnudaginn 14. nóvember síðastliðinn sem Þorvarður Davíð Ólafsson réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson, á heimili hans. Þorvarður hefur játað árásina og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi frá því að hún átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu Ólafs er hann kominn á endurhæfingadeild Landspítalans á Grensás. Hann er enn meðvitundarlaus, en fjölskyldan sér merki um hægan bata.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×