Innlent

Fiskiskipum fjölgar um 51

Fjöldi skipa á skrá hjá Siglingastofnun (SÍ) í árslok 2010 var 1.625 skip, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þilfaraskip, sem skiptast í vélskip og togara, voru 807, 761 vélskip og 57 togarar. Fækkar vélskipum um sjö og togurum um einn.

Fiskibátar voru 807 og er það fjölgun um 51 skip frá 2009. Allt voru það opnir fiskibátar.

Ekki er tekið tillit til fiskveiðiréttinda skipa við skráningu hjá SÍ. Í tölunum eru skip án veiðiheimilda í íslenskri lögsögu og skip með veiðiheimildir sem ekki eru nýttar, heldur fluttar á önnur skip. -jtó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×