Lífið

Charlie Sheen er lítið barn

Martin Sheen átti sjálfur í vandræðum með geðheilsuna, áfengið og eiturlyfin. Hann segir að sonur sinn, Charlie Sheen, hafi þroska á við lítið barn og að hann þurfi að vera hugrakkur til horfast í augu við sjálfan sig. 
Nordic Photos/Getty
Martin Sheen átti sjálfur í vandræðum með geðheilsuna, áfengið og eiturlyfin. Hann segir að sonur sinn, Charlie Sheen, hafi þroska á við lítið barn og að hann þurfi að vera hugrakkur til horfast í augu við sjálfan sig. Nordic Photos/Getty
Charlie Sheen er vafalítið aðalstjarnan það sem af er þessa árs en sífellt fleiri efast um geðheilbrigði leikarans. Bæði bróðir og faðir leikarans tjáðu sig um ástandið á honum um helgina.

Charlie Sheen hefur ákveðið að ferðast um allar helstu borgir Bandaríkjanna og Kanada með sýninguna My Violent Torpedo of Truth sem myndi útleggjast á íslensku Ofbeldisfullur hvirfilbylur sannleikans. Sheen hefur verið stöðugt í fréttum á árinu vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, undarlegs sambands síns við klámstjörnur og nú síðast vegna heimsmets sem hann setti á Twitter. Búið er að reka hann úr sjónvarpsþáttunum Two and a half men en hann var launahæsti leikarinn í bandarísku sjónvarpi fyrir þá þætti.

Faðir Charlie er stórleikarinn Martin Sheen en hann mætti í viðtal við The Daily Telegraph sem birt var um helgina ásamt hinum syninum, Emilio Esteves. Martin og Charlie léku saman í Wall Street á níunda áratug síðustu aldar og sá gamli átti í erfiðleikum með áfengið og eiturlyfin eins og sonurinn á nú. Í viðtalinu við Daily Telegraph segir Martin að sonur sinn hafi þroska á við barn. „Þegar þú ert fíkill þá þroskast þú ekki neitt. Þegar þú ert búinn að fara í meðferð og hættur öllu sukki þá byrjar þú upp á nýtt," hefur Telegraph eftir pabbanum.

Sjálfur fékk hann hjartaáfall við tökur á Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola eftir mikla neyslu og segir í viðtalinu að hann hafi upplifað ámóta geðveiki og sonur hans. „Það var fyrir framan tökuvélarnar þegar við vorum að taka upp upphafsatriðið á Apocalypse Now. Ég veit alveg hvað Charlie er að ganga í gegnum."

Martin er hins vegar sannfærður um að það sé ljós við enda gangsins en viðurkennir að sonur sinn sé í erfiðri stöðu. „Hann verður að vera hugrakkur, það þarf hugrekki til að horfast í augu við sjálfan sig," freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×