Lífið

Mun gráta þegar nýr eig­andi fær lyklana í hendurnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Aldísi þykir gríðarlega vænt um íbúðina en segir tíma vera kominn til að fljúga úr hreiðrinu.
Aldísi þykir gríðarlega vænt um íbúðina en segir tíma vera kominn til að fljúga úr hreiðrinu.

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur sett íbúð sína á Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Aldís segist eiga margar og góðar minningar úr íbúðinni, það verði tilfinningaþrungin stund þegar hún afhendi nýjum eiganda lyklana.

Aldís greinir frá sölunni á samfélagsmiðlum. Hún segir íbúðina dásamlega. Sumir tengist ekki dauðum hlutum, en það geri hún og mikið. „Ég grét þegar að mamma fékk sér nýjan ísskáp og nýjan sófa. Og ég mun gráta þegar að nýr eigandi fær lyklana í hendurnar alveg eins og fyrri eigandi gerði þegar ég tók við henni,“ skrifar Aldís.

Um er að ræða 57 fermetra íbúð á efstu hæð í Verkamannabústöðunum. Uppsett verð er 57,9 milljónir króna og er húsinu vel haldið og vel þjónustað þökk sé sterku húsfélagi.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis.

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður

Kaupstaður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×