Innlent

Ætla að syngja keðjusöng og afhenda undirskriftir

Björk er einn af aðstandendum átaksins.
Björk er einn af aðstandendum átaksins.

Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuauðlindir.is hafa boðað til keðjusöngs fyrir utan stjórnarráðshúsið á morgun, mánudaginn 17. janúar, klukkan tíu um morguninn.

Sama dag verða tæplega 50 þúsund undirskriftir, sem safnast hafa með karíókí-maraþoni, afhentar ríkisstjórninni. Um er að ræða áskorun til stjórnvalda um að vinda ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og að láta hið bráðasta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.

Lagið Sá ég spóa verður sungið og hvetja aðstandendur almenning til þess að mæta í fyrramálið og taka lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×