Innlent

Ásdís íþróttamaður Reykjavíkur annað árið í röð

Jón Gnarr heldur hér á bikarnum sem Ásdís fékk svo.
Jón Gnarr heldur hér á bikarnum sem Ásdís fékk svo. Mynd/Sigurjón
Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2010 er Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni annað árið í röð. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík afhenti Ásdísi verðlaunin við hátíðarlega athöfn í Höfða í dag. Hún fékk farandbikar sem gefinn er af Reykjavíkurborg ásamt eignarbikar og 200 þúsund króa styrk frá íþróttabandalagi Reykjavíkur.

„Ásdís Hjálmsdóttir er í 23.sæti heimslistans í spjótkasti. Hún náði frábærum árangri í grein sinni á árinu 2010. Henni bauðst að taka þátt í Demantamótum IAAF þar sem hún varð í 4.-6.sæti og komst auk þess í úrslit á Evrópumótinu.

Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur staðið fyrir vali á Íþróttamanni Reykjavíkur og er þetta því í 32.sinn sem Íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn. Meðfylgjandi er listi yfir Íþróttamenn Reykjavíkur frá upphafi," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tíu aðrir afreksmenn fengu einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn á árinu 2010.

Þeir eru:

· Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur

· Brynjar Jökull Guðmundsson, Knattspyrnufélaginu Víking

· Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur

· Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Glímufélaginu Ármanni

· Hrafnhildur Skúladóttir, Knattspyrnufélaginu Val

· Jakob Jóhann Sveinsson, Sundfélaginu Ægi

· Sigurbjörn Bárðarson, Hestamannafélaginu Fáki

· Ragna Ingólfsdóttir, Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur

· Ragnheiður Ragnarsdóttir, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur

· Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×