Innlent

Verðandi heilbrigðisstarfsmenn gera grein fyrir sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bangsaspítalinn verður á sínum stað á morgun.
Bangsaspítalinn verður á sínum stað á morgun.
Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands standa fyrir opnu húsi á Háskólatorgi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sykurmagn í ýmsum þekktum fæðutegundum, skoða sýni í smásjá, fræðast um starfsemi Ástráðs, félags læknanema, og margt fleira.

Forvarnafélag hjúkrunarfræðinema, Skjöldur, kynnir starfsemi sína en félagið hefur m.a. farið með forvarnaverkefni um sjálfsmynd unglinga í lífsleikniáfanga í framhaldsskólum. Þá verður Bangsaspítalinn á staðnum og býður öllum börnum á aldrinum 3-6 ára að koma með dúkkurnar sínar eða bangsana til læknis.

Meistaranemar í lyfjafræði munu flytja stutta fyrirlestra um lyfjamisnotkun og íþróttir og hefst sá hluti dagskrárinnar klukkan 12 og verður í stofu 101. Einnig verður ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands á staðnum veitir fræðslu um mikilvægi blóðgjafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×