Innlent

Sæti í Öryggisráði styrki samband við Bretland og BNA

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Íslendinga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefði veitt færi á að styrkja enn frekar samvinnu Íslendinga við Breta og Bandaríkjamenn og færa rótgróið samstarf þjóðanna inn á ný svið.

Þetta er haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í minnisblaði sem Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi utan­ríkisráðuneyti Bandaríkjanna eftir fund með forseta Íslands í New York 22. febrúar 2008.

Þar spurði forsetinn hvort Bandaríkin hygðust styðja framboð Íslendinga til sætis í Öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Fram kemur að Ólafur Ragnar hafi látið þá baráttu til sín taka um skeið og að frá miðju ári 2007 hafi Íslendingar fundið vaxandi stuðning við framboðið.

Svar Khalilzads sendiherra var á þá leið að aðild Íslands að NATO mundi hafa áhrif á endanlega ákvörðun Bandaríkjanna.

Forsetinn hafi sagt að næðu Íslendingar kjöri vildu þeir einbeita sér að mannréttindamálum, málefnum flóttamanna, réttindum kvenna og loftslagsmálum, auk þess að bæta upplýsingamiðlun til þeirra ríkja sem ekki eiga sæti í Öryggisráðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×