Innlent

Líkamsárás í Kópavogi: Tveir í gæsluvarðhald

Karl og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Farið var fram á varðhaldið í gær en dómari tók sér frest til dagsins í dag til þess að taka afstöðu til málsins.

Í tilkynningu segir að fólkið, sem er á þrítugsaldri, hafi verið handtekið eftir fólskulega líkamsárás í Kópavogi aðfaranótt sunnudags en þar var ráðist á karl á fimmtugsaldri. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild alvarlega slasaður.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að fleiri hafi ekki verið handteknir í tengslum við málið.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×