Innlent

Alþingishúsið girt af

Frá tunnumótmælunum í haust. Mynd/ GVA.
Frá tunnumótmælunum í haust. Mynd/ GVA.

Verið er að girða af Alþingishúsið en búist er við fjölda mótmælanda í dag þegar þing kemur saman eftir jólafrí.„Við erum tilbúnir," segir vakstjóri hjá lögreglunni.

„Það er verið að vinna í þessu núna," segir Gunnar Hilmarsson, vaktstjóri hjá lögreglunni, en girðingu hefur verið slegið upp kringum Alþingishúsið. Hann segist ekki vita á hverju sé von en lögreglan vilji grípa til fyllstu varúðarráðstafana.

Dagurinn í dag fór af stað með mótmælum þegar forsætisráðherra var afhentur undirskriftalisti þeirra sem mótmæla sölunni á HS Orku. Dagurinn mun því einnig enda með mótmælum en mótmælahópurinn „Tunnurnar" hefur hvatt fólk til að fjölmenna á Austurvöll og láta í sér heyra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×