Innlent

Boða til tunnumótmæla í dag

Mótmælendur, sem kalla sig Tunnurnar, ætla að efna til mótmæla við Alþingi þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú, að loknu jólaleyfi þingmanna. Í tilkynningu frá mótmælendunum segir að þeir sætti sig ekki við að hagsmunir fjármálakerfisins séu teknir farm yfir heimilin, atvinnulífið og velferðarkerfið.

Tunnurnar hafa skorað á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn, til að gefa þjóðinni og stjórnmálamönnum næði til að leggjast í endurmat og uppgjör, eins og segir í tilkynningu samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×