Innlent

Útlenskar konur sakaðar um málamyndahjónabönd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útlendingastofnun hefur afturkallað dvalarleyfi kvennanna.
Útlendingastofnun hefur afturkallað dvalarleyfi kvennanna.
Útlendingastofnun hefur afturkallað dvalarleyfi þriggja kvenna á þeim grundvelli að þær hafi stofnað til málamyndahjónabanda við íslenskra karla. Konurnar þrjár stefndu útlendingastofnun og íslenska ríkinu vegna ákvörðunarinnar og vilja að hún verði ógild. Málin voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Samkvæmt útlendingalögum er heimilt að veita nánustu aðstandendum íslensks ríkisborgara dvalarleyfi. Þá er átt við maka, börn undir 18 ára aldri á framfæri íslenska ríkisborgarans og í hans forsjá, ættmenni hans eða maka í beinan legg eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.

Hins vegar er Útlendingastofnun heimilt að afturkalla dvalarleyfi og búsetuleyfi ef útlendingur hefur við umsókn, gegn betri vitund, veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna. Eftir því sem Vísir kemst næst er það á grundvelli þessarar lagagreinar sem ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kvennanna þriggja er tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×