Innlent

Nær 300 sóttu um tólf stöður

Í byrjun vikunnar var hafist handa við að útbúa aðstöðu fyrir þingmenn og starfsfólk stjórnlagaþingsins á fimmtu hæð í Ofanleiti 2, gamla húsnæði Háskólans í Reykjavík. Í þessum þriggja fermetra básum verður skrifborð, stóll og tölva og pláss fyrir gögn. Einnig þarf að útbúa sal til að þinga í en það kostar minni vinnu að sögn framkvæmdastjóra.Fréttablaðið/gva
Í byrjun vikunnar var hafist handa við að útbúa aðstöðu fyrir þingmenn og starfsfólk stjórnlagaþingsins á fimmtu hæð í Ofanleiti 2, gamla húsnæði Háskólans í Reykjavík. Í þessum þriggja fermetra básum verður skrifborð, stóll og tölva og pláss fyrir gögn. Einnig þarf að útbúa sal til að þinga í en það kostar minni vinnu að sögn framkvæmdastjóra.Fréttablaðið/gva

Nærri 300 sóttu um tólf störf sem auglýst voru við stjórnlagaþingið sem hefst 15. febrúar, að sögn Þorsteins Fr. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra undirbúningsnefndarinnar. Umsóknarfrestur rann út nú í byrjun janúar.

Auglýst var eftir skrifstofustjóra, yfirlögfræðingi, nefnda­riturum, ræðuskrifurum, skjalalesurum, þingvörðum og starfsmönnum í móttöku og kaffistofu.

Þingið mun starfa stutt og starfstíminn kann að vera breytingum háður. Þetta virðist ekki hafa fælt umsækjendur frá. „Við fengum að minnsta kosti nógu margar umsóknir til að geta valið í öll störf,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir að nú sé unnið að tæknilegum undirbúningi, enda þarf þingið öfluga vefsíðu og þá verður sýnt frá þingfundum í beinni útsendingu.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×