Innlent

Eagles á leið til landsins

Stórhljómsveitin Eagles, sem á fjölmarga slagara í pokahorninu á borð við Hotel California og Desperado, er á leið til landsins. Sena ehf. hefur náð samningum við umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar og munu tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni fimmtudaginn 9. júní. Sveitin hyggur á tónleikaferð um heiminn og mun hún hefjast hér á landi. 65 manna fylgdarlið er með í för og í tilkynningu frá Senu segir að bandið ætli að æfa sig hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikaferðina.

Eagles á tvær af mest seldu plötum allra tíma, Greatest Hits (1971-1975) og Hotel California. Sú fyrrnefnda er mest selda plata allra tíma í Bandaríkjunum en hún hefur selst þar í rúmlega 29 milljónum eintaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×