Innlent

Ók ölvuð með barn í bílnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumaður við umferðareftirlit. Mynd/ Vilhelm.
Lögreglumaður við umferðareftirlit. Mynd/ Vilhelm.
Kona um þrítugt var tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Með í för var barn konunnar en það er á leikskólaaldri. Málið var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 70 kannabisplöntur. Karl um fimmtugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. Þá fann lögreglan fíkniefni við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í gær. Um var að ræða allnokkuð af kannabisefnum sem voru ætluð til sölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Þá var kona um tvítugt stöðvuð við akstur í Grafarvogi í nótt en hún reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð og einnig tveir karlar sem voru með henni í bílnum. Ekkert þeirra gat gefið trúverðugar skýringar á mótorhjóli sem var í skotti bílsins en við athugun kom í ljós að hjólið var stolið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×