Innlent

Móta íslenska hönnunarstefnu

Krummarnir hennar Ingibjargar Hönnu hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri.
Krummarnir hennar Ingibjargar Hönnu hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri.
Iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í félagi við Hönnunarmiðstöð Íslands eru að ýta úr vör vinnu við að móta hönnunarstefnu fyrir Ísland.

 

„Takmarkið er að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að augnamiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Áskorunin snýst um það hvernig við getum gert hönnun að ómissandi hluta af gangverki fyrirtækja og að hönnun sé samtvinnuð og samansúrruð inn í hugsun þeirra og áætlanir. Ekki smartheitanna vegna. Heldur til að auka verðmæti vörunnar.“

 

Þá segir að fjölmörg lönd hafi mótaða hönnunarstefnu og er Danmörk nefnd í því sambandi „en þarlendir líta á hönnun sem einn af lykilþáttum í því að gefa dönskum vörum samkeppnisforskot.“

 

Opinn hádegisfundur um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland verður haldinn í Tjarnarbíói föstudaginn 25. febrúar kl. 12:00-13:30 og eru allir boðnir velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×