Innlent

Undirbúa repjurækt í öllum sveitum A-Skaftafellssýslu

Verið er að undribúa tiraunaræktun á olíurepju í öllum sveitum Austur-Skaftafellssýslu, en úr hráolíu úr olíufræjum má meðal annars vinna lífefnaeldsneyti og matarolíu.

Við þá framleiðslu fellur til hrat, sem hægt er að nýta sem fóðurbæti fyrir skepnur, og einnig hálmur sem hægt er að nota í undirburð undir hesta, svo það helsta sé nefnt.

Gera á tilraunir sem allra víðast til að finna út hvar ræktunin er heppilegust, að sögn Bændablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×