Fleiri fréttir

Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni

Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir.

Þýtur um á raf­hlaupa­hjóli fram­hjá um­ferðar­teppunni

Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis.

Starfar sem vændiskona af fúsum og frjálsum vilja

Austur-evrópsk vændiskona, sem venur komur sínar til Íslands segist vera í starfinu af fúsum og frjálsum vilja, hún komi úr góðri fjölskyldu, hafi aldrei verið í neyslu og segist ekki hafa leiðst út í kynlífsiðnaðinn eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega. Konan sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi

Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag.

Lögreglan lagði hald á mikið magn vopna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra fóru í gær og lögðu hald á nokkurt magn vopna í húsi í Kjós. Vopnin voru í vörslu manns sem ekki var skráður fyrir þeim eða ekki voru skráð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Alelda sumarbústaður í Brekkuskógi

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í sumarhúsi í Brekkuskógi á öðrum tímanum í dag.

Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna.

Hrap á lista um húsnæðisverð

Ísland er nú í 8. sæti í Evrópu á lista Eurostat yfir hækkanir á húsnæðisverði, með 8,2 prósent hækkun 2018.

Oddvitinn í borginni sagður úti í horni

Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað.

„Hann vegur að æru minni“

Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis.

Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu

Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur.

Forsvarsmenn Könnunarsafnsins ekki af baki dottnir

Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur.

Dómsmálaráðherra mætti í bíó á Litla Hrauni

Dómsmálaráðherra mætti öllum á óvörum í bíó og á fyrirlestur um umhverfismál í fangelsinu á Litla Hrauni í tilefni af kvikmyndahátíðinni Brimi, sem fór fram á Eyrarbakka í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis.

Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl

Sjá næstu 50 fréttir