Innlent

Brotist inn í ný­byggingu Haf­ró í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið er að byggingu nýrra höfuðstöðva Hafró við Fornubúðir.
Unnið er að byggingu nýrra höfuðstöðva Hafró við Fornubúðir. vísir/vilhelm
Brotist var inn í nýbyggingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar við Fornubúðir í Hafnarfirði um helgina. Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.

Helgi segir að talsverðu magni af verkfærum hafi verið stolið frá verktökum en tilkynnt var um stuldinn í morgun.

Unnið er að byggingu nýrra höfuðstöðva Hafró við Fornubúðir.

Talsverðar tafir hafa orðið á framkvæmdinni en á vef Hafró segir að nýbyggingin verði 4.080 fermetra skrifstofu- og rannsóknarými, tengd 1.400 fermetra eldri byggingu sem í verður geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×