Telja að óvarlega hafi verið farið með eld í íbúð í Jórufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 14:44 Mynd úr safni Vísir/Vilhelm Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“ Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira