Fleiri fréttir

Tenórarnir í Hörpu

Tenórar hefja upp raust sína á síðustu óperutónleikunum í Gamla bíói, sem hýst hefur íslenskar óperur til margra ára. Tenórarnir hafa gjarnan kallað sig tenórana þrjá, en í kvöld verða þeir reyndar fjórir; Garðar Thor Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium.

Morkinskinna kemur á óvart

Morkinskinna kom nýverið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, doktor í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undanfarin átta ár unnið að útgáfu ritsins, sem spannar sögu Noregskonunga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggvinn.

Halldór Bjarki leikur á horn

Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn.

Húsmóðir Vesturports á fjölunum

Nýr íslenskur gleðileikur verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er leikhópurinn Vesturport sem á heiðurinn að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem hópurinn tekst á við gamanleikjaformið þar sem dyr "opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Erindi Hönnuh Arendt við samtímann

Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði.

Á afskekktum stað

Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum.

Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.

Sjá næstu 50 fréttir