Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Erlent 4.1.2025 22:16
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Erlent 30.12.2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Erlent 21.12.2024 08:13
Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. Erlent 10. desember 2024 20:10
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Erlent 10. desember 2024 15:01
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Erlent 10. desember 2024 08:35
Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. Erlent 9. desember 2024 06:58
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. Erlent 4. desember 2024 23:30
Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að tilnefna auðjöfurinn Jared Isaacman sem yfirmann Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Auðjöfurinn hefur verið viðloðinn geimiðnað Bandaríkjanna og fór meðal annars í fyrstu borgaralegu geimgönguna, fyrr á þessu ári. Erlent 4. desember 2024 21:15
Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 3. desember 2024 21:54
Fordæmalaus náðun Bidens Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett. Erlent 2. desember 2024 23:00
Biden náðar son sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. Erlent 2. desember 2024 07:40
Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að nota Oreshnik-eldflaugar til að gera árásir á Kænugarð og segir afl vopnsins sambærilegt við kjarnorkuvopn ef ítrekaðar árásir eru gerðar á sama skotmark. Erlent 29. nóvember 2024 06:40
Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. Erlent 26. nóvember 2024 13:30
Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. Erlent 26. nóvember 2024 06:55
Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sérstakur saksóknari sem falið var að rannsaka málefni Donalds Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur óskað eftir því að tveimur málum á hendur Trump verði vísað frá. Erlent 25. nóvember 2024 21:49
Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Erlent 25. nóvember 2024 12:02
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. Erlent 23. nóvember 2024 12:21
Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hefur nú tilnefnt Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að hinn umdeildi Matt Gaetz hrökk úr skaftinu í gær. Erlent 22. nóvember 2024 07:16
Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Matt Gaetz þingmaður Repúblikanaflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Erlent 21. nóvember 2024 18:11
Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Erlent 21. nóvember 2024 15:54
Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia De Rossi eru fluttar frá Bandaríkjunum til Englands. Ástæðan er rakin til kosningasigurs Donalds Trump. Lífið 21. nóvember 2024 12:01
Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Erlent 21. nóvember 2024 07:14
Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Erlent 20. nóvember 2024 07:18